miðvikudagurinn 13. apríl 2011
Góðir gestir í heimsókn
Í morgun komu góðir gestir í heimsókn, Norski sendiherrann Dag Wernö Holter ásamt Birnu Lárusdóttur ræðismanni Norðmanna.
Gestirnir kynntu sér starfsemi og sögu fyrirtækisins, skoðuðu bolfiskvinnsluna í Hnífsdal í og smökkuðu á hluta af þeim afurðum sem fyrirtækið framleiðir.