A A A
miðvikudagurinn 11. júlí 2012

Nýr veltitankur um borð í Stefni.

Stefnir á leið út sundin. Ljósmynd Sverrir Pétursson
Stefnir á leið út sundin. Ljósmynd Sverrir Pétursson
Stefnir ÍS 28, ísfisktogari Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. kom til hafnar á Ísafirði í dag með um 50 tonn. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi, sem fer til vinnslu í frystihúsi félagsins í Hnífsdal. Undanfarnar vikur hefur Stefnir verið í slipp vegna reglubundins viðhalds. Meðal annars var settur veltitankur fyrir framan brú skipsins, sem á að draga úr veltingi og bæta þar með vinnuaðstöðu áhafnarinnar.

Algengt er að settir séu veltitankar á skip, en þessi er sérstakur að því leyti að hann er úr plasti og sá fyrsti sinnar tegundar í skipi hér á landi. Sævar Birgisson skipatæknifræðingur hjá Skipasýn ehf. hannaði tankann en Ausus ehf. í Þorlákshöfn smíðaði hann og í viðtali við Fiskifréttir sagði Ingimundur Árnason framkvæmdastjóri félagsins m.a.
"Hingað til hafa veltitankar verið smíðaðir úr stáli en plasttankurinn hefur það fram yfir stáltankinn að hann tærist ekki og er auk þess miklu léttari. Þá er hann einangraður og því frýs miklu síður í honum á veturna en hætt er við krapamyndun í stáltönkum þegar þeir eru ofan dekks."  (Fiskifréttir 21. júní 2012)

Blíðuveður var í fyrstu veiðiferðinni þannig að ekki reyndi mikið á hinn nýja búnað.
Júlíus G. ÍS-270
Páll Pálsson ÍS-102
Stefnir ÍS-28
Örn ÍS-31
Vefumsjón