A A A
fimmtudagurinn 27. desember 2012

Skatan frá Svenna Bjartar fer víða.

Margréti Ingimarsdóttdóttur fjölskylda og vinir.
Margréti Ingimarsdóttdóttur fjölskylda og vinir.
Skata frá Svenna Bjartar var á borðum hjá Margréti Ingimarsdóttdóttur úr "Spýtuhúsinu" í Hnífsdal og fjölskyldu hennar í Luxemborg líkt og verið hefur í hartnær fjörtíu ár.

Það var samdóma álit matargesta að skatan hafi að þessu sinni verið mild og afar bragðgóð og því fallið mjög vel að hinni ströngu matvælareglugerð Evrópusambandsins.

Magga og hennar fólk þakkar Svenna kærlega fyrir afbragðs góðan mat og sendir honum, fjölskyldu hans svo og öllum heima sínar bestu jólakveðjur með ósk um farsælt nýtt ár.

Júlíus G. ÍS-270
Páll Pálsson ÍS-102
Stefnir ÍS-28
Örn ÍS-31
Vefumsjón