A A A

Í fréttatilkynningunni skorar Landssamband veiðifélaga (LV) á Hraðfrystihúsið-Gunnvöru hf. (HG) að hætta við áform um sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi.

 

Allt frá árinu 2010 hefur HG unnið að undirbúningi eldis laxfiska í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Þann 28. desember 2011 sendi HG tilkynningu til Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða 7.000 tonna framleiðslu á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Málið hefur þvælst um í stjórnsýslunni og til að flýta ferlinu var tekin sú ákvörðun að fá fyrst heimild til eldis á regnbogasilungi og síðan vinna að því að fá öll tilskilin leyfi til eldis á laxi. Í framhaldi af því  voru auglýst drög að matsáætlun fyrir 6.800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi eins og gert er ráð fyrir í lögum  nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Málið er því í lögformlegu ferli þar sem Landssamband veiðifélaga getur komið sínum athugasemdum á framfæri eins og gert er ráð fyrir í lögunum.    

 

Í fréttatilkynningu LV kemur fram að þeir muni leitast við eftir fremsta megni að stöðva fyrirhugaða framkvæmd eldis norskra laxa á öllum stigum málsins og leita atbeina dómstóla til að hnekkja útgáfu eldisleyfis ef svo ber undir.  HG vill benda á að í öllu umsóknarferlinu hefur fyrirtækið farið að lögum.

 

Fiskeldisstarfsemin er nú öll á vegum Háafells ehf. sem er dótturfyrirtæki HG og  telur LV að með því sé fyrirtækið að skjóta sér undan skaðabótaskyldu. Tekið skal fram að í lögum nr. 71/2008 um fiskeldi eru gerðar kröfur um eigin fjármögnun eldisaðila og þar gilda sömu reglur um Háafell og HG.

 

Ef vel er vandað til verka getur fiskeldisstarfsemi skapað verðmæt störf á svæðinu sem verið hefur í varnarbaráttu undanfarin ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig endanlega verði staðið að uppbyggingu og öll fiskeldisstarfsemi því verið sameinuð undir eitt félag sem HG hefur verið eignaraðili að í um áratug.

 

Frekari upplýsingar veitir Kristján G. Jóakimsson, gsm 8931148.

J˙lÝus G. ═S-270
Pßll Pßlsson ═S-102
Stefnir ═S-28
Írn ═S-31
Vefumsjˇn