Á árinu 2015 öfluðu skip Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf, 14.054 tonna að verðmæti 4.084 milljóna króna samanborið við 12.277 tonna afla  að verðmæti 3.248 milljónir króna árið 2014. 

Þetta er 14,5% aukning í afla og 26% aukning í aflaverðmæti. Árið 2015 var því bæði metár í afla og aflaverðmæti.

Þessa aukningu í afla og aflaverðmæti má einkum rekja til þess að enginn togara fyrirtækisis fór í slipp á árinu, góðrar kvótastöðu um áramót og lítilsháttar aukningu í kvóta.

Valur og Örn stunduðu rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi og öfluðu vel.

Almennt var verðþróun sjávarfangs jákvæð ef undan er skilin mikil lækkun á makríl afurðum. 

Aflabrögð ársins 2015 voru almennt mjög góð sem þakka má skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar sem leitt hefur til hagkvæmari sóknar.

Samtals. 14.054 tonn 4.084 mill. 3.248 mill.
Afli skipa
  2015 2015 2014
Júlíus Geirmundsson 4.919 tonn 1.901 mill. 1.435 mill.
Páll Pálsson 5.524 tonn 1.252 mill. 953 mill.
Stefnir 3.396 tonn 844 mill. 737 mill.
Valur og Örn 215 tonn 87 mill. 123 mill.

Togara félagsins héldu til veiða á nýju ári þann 2. janúar kl 14:00.

Til baka