Eldi 2

Aðstaða og búnaður


Fiskeldisstarfsemi Háafells ehf má skipta upp í tvo megin þætti, seiðaeldi og sjókvíaeldi. Seiðaframleiðsluhluti eldisferilsins er á Nauteyri í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Þar er seiðaeldisstöð sem nýtir heitt vatn úr borholum við stöðina til að hita upp eldisvatn, bæði ferskvatn og sjó sem dælt er á land úr Ísafirði. Frjóvguð hrogn eru keypt að og flutt í eldisstöðina þar sem þeim er klakið út og alin í sjógöngustærð eða þegar þau eru 100 til 300 g. (Mynd af seiðaelldisstöð á Nauteyri)


Þegar seiði hafa náð sjógöngu stærð eru þau flutt úr strandeldisstöðinni á Nauteyri með brunnbáti fyrirtækisins, Papey ÍS, út í sjókvíar í Ísafjarðardjúpi. Miðstöð sjókvíaeldisins er á hafnarsvæðinu í Súðavík þar sem góð aðstaða er fyrir þá báta sem þjónusta eldið, geymslur fyrir búnað og fóður til eldisins sem og sláturhús sem staðsett er á hafnarbakkanum. (Mynd af aðstöðu í Súðavík + Rán ÍS)


Eftir að sjógönguseiðin hafa verið flutt úr seiðaeldisstöð félagsins á Nauteyri í sjókvíar eru þau alin í 16 til 20 mánuði eða upp í sláturstærð. Sjókvíaeldisstöð Háafells ehf í Álftafirði er sú fyrsta á Íslandi sem hefur verið vottuð samkvæmt norska staðlinum NS 9415 og er í samræmi við ný lög um fiskeldi frá árinu 2016. Staðallinn gerir ríkar kröfur um styrk búnaðar, frágang og umgengni og er ætlað að lágmarka líkur á að slysasleppingar geti átt sér stað úr sjókvíum. Mikill metnaður af hálfu stjórnenda og annarra starfsmanna fyrirtækisins er lagður í alla umgengni við umhverfið og ekki hvað síst með að halda slysasleppingum í lágmarki og fyrirbyggjandi aðgerða til að lágmarka fiskilús á eldisfiski.


Við slátrun er lifandi fiskur fluttur með brunnbátnum Papey ÍS að bryggju í Súðavík þar sem honum er síðan dælt lifandi inn á sláturhús til aflífunar og blóðgunar. (Mynd af Papey. + mynd að NS9415 skírteini)


Eldisfiskur er síðan kældur í ískrapa og fluttur í vinnslustöð HG á Ísafirði þar sem hann slægður og unninn frekar áður en honum er pakkað ferskum eða frystur fyrir pökkun og afskipun. ()Mynd af regnbogasilungi 2017