Síðustu mánuðir hafa verið annasamir hjá starfsmönnum Háafells, dótturfélagi Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. Leyfismál hafa verið að þokast í rétta átt en haustið 2018 fékk Háafell starfs-og rekstrarleyfi fyrir stækkun seiðaeldisstöðvar sinnar á Nauteyri úr 200 tonna lífmassa á ári í 800 tonna lífmassa á ári. Í júní 2020 var svo gefið út að nýju leyfi fyrir eldi á regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi. Þessa dagana er verið að auglýsa hjá MAST og UST tillögu að starfs og rekstrarleyfum fyrir 6.800 tonna eldi á laxi og er reiknað með að setja fyrstu laxaseiðin út í Skötufjörð vorið 2022. Það sér því loks fyrir endann á um 10 ára löng
Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal var stofnað fyrir áttatíu árum, 19. janúar 1941. Stofnendur voru 19 talsins. Á fjórða áratug síðustu aldar lokuðust saltfiskmarkaðir á Spáni vegna borgarastyrjaldar, en þeir höfðu verið mikilvægir fyrir íslenskan sjávarútveg. Á þeim tíma fór hraðfrysting sjávarafurða að ryðja sér til rúms og vildu Hnífsdælingar taka þátt í því og tóku útgerðarmenn sig því saman um að setja á fót frystihús. Strax eftir stofnun félagsins var farið að huga að byggingu frystihúss í Skeljavík nokkuð innan við byggðina í Hnífsdal og um ári síðar var byrjað að taka á móti fisk til vinnslu. Bátarnir stækkuðu í áranna rás, síðar kom skuttogari og húsakostur og framleiðsla jukust í samræmi við það.
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf, óskar núverandi og fyrrverandi starfsfólki sínu, fjölskyldum þeirra, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Í ljósi þeirra frétta sem birst hafa liðna daga um hópsmit skipverja um borð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 vill Hraðfrystihúsið-Gunnvör koma á framfæri eftirfarandi:
Fyrirtækið telur ljóst,