Aflaheimildir og skip

Leyfilegur heildarafli á Íslandsmiðum er ákvarðaður af sjávarútvegsráðherra sem byggir ákvarðanir sínar á ráðleggingum vísindamanna Hafrannsóknastofnunar og ákveðinni aflareglu. Fyrirtækið fær árlega úthlutað ákveðnu hlutfalli af þesum heildarafla samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Stærsti hluti aflahlutdeildarinnar er þorskur en skiptingu hennar í tegundir  fyrir kvótaárið má sjá í töflu 1.

 

Aflaheimildir kvótaárið 2018/2019: 

Þorskur 6.872 tonn
Ýsa 1.255 tonn
Grálúða 988 tonn
Ufsi 1.472 tonn
Karfi  1.218 tonn
Steinbítur 283 tonn
Skarkoli 90 tonn
Sólkoli 39 tonn
Langa 40 tonn
Síld 370 tonn
Aðrar tegundir 570 tonn
Úthafskarfi 50 tonn
   
   

Samtals rúm 11 þúsund þorskígildi

 

Að langstærstum hluta byggjast veiðar skipa félagsins á veiðum í botnvörpu en einnig  flotvörpu fyrir makríl og síld.

Á frystiskipinu Júlíus Geirmundssyni ÍS 270 er lögð áhersla á veiðar og vinnslu á þorski, ýsu,  grálúðu, karfa og ufsa. Aflinn er að hluta flakaður og pakkaður í öskjur, en aðrar tegundir hausaðar eða heilfrystar.

Ísfiskskip félagsins eru Páll Pálsson ÍS 102 og Stefnir ÍS 28. Þau afla hráefnis fyrir landvinnslur fyrirtækisins sem og til sölu á fiskmörkuðum, háð aðstæðum hverju sinni.

Innfjarðarrækjubátar fyrirtækisins, Valur ÍS 20 og Örn ÍS 18 veiða rækju í Ísafjarðardjúpi og landa afla sínum að jafnaði daglega til vinnslu.

Þá gerir dótturfélagið Háafell ehf út brunnbátinn Papey ÍS 101 og tvíbytnuna Rán ÍS 34 sem þjónusta eldisstarfsemi fyrirtækisins.