Sjál

Sjálfbærni

Við rekstur og frekari framþróun fyrirtækisins er mikilvægt að hugað sé að og tillit sé tekið til sem flestra þátta í umhverfi þess. Þegar talað er um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda er í raun verið að vísa í hugtakið sjálfbæra þróun sem skilgreind hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í svokallaðri Brundtland skýrslu sem: hugtaks sem vísar til þróunar þar sem litið er til lengri tíma og reynt að ná jafnvægi á milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta. Sjálfbær þróun kallar á samþættingu þessara þriggja þátta við ákvarðanatöku frekar en að horfa á þá aðskilda. Þróun er flókið ferli þar sem saman spila ákvarðanir stjórnvalda, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og á við hvort heldur sem er við nýtingu villtra fiskstofnað eða svæða sem stunda má fiskeldisstarfsemi á.