Innan fyrirtækisins eru reynt að leggja sem mest að mörkum til að lágmara álag á umhverfi sem felast meðal annars í sér flokkun á sorpi (pappi, plast, timbur o.fl.), veiðarfæraafgöngum, úrgangsolíu, almennt sorpi af skipum er tekið í land (ekki leyfilegt að fleygja í hafið), rafhlöðum og fleiru er komið skipulega í endurvinnslu. Samkvæmt lögum er öllum meðafla landað og á sama hátt stórum hluta af öllu slógi (lifur, hrogn og svil) er hirt og nýtt í afurðir til manneldis. Jafnfram hefur verið unnið að því að koma margvíslegu hráefni í sérhæfða vinnsluferla sem viðleitni til að hámarka verðmætasköpun á því. Eftirfarandi eru dæmi um slíkt:
Fyrir um áratug síðan var nánast öll þorsklifur af bátum og skipum á Vestfjörðum hent í hafið eftir að fiskur hafði verið slægður. Með bættri meðferð, sérstaklega kælingu, um borð í ísfiskskipum fyrirtækisins reyndist unnt að framleiða niðursoðna þorsklifur af góðum gæðum af þeim. Einnig mældist þorsklifrin með mun lægra innhald af þungmálmum og þrávirkum efnum en í sambærilegur hráefni úr Norðursjó og Eystrasalti. Niðursoðin þorsklifur er þekkt fyrir að vera rík af omega-3 fitusýrum og A og D vítamínum. Síðla árs 2005 hóf HG niðursuðu á þorsklifur í verksmiðju sinni í Súðavík sem hefur reynst ábatasöm og skapar um 10 störf þar árið um kring.
HG er hluthafi í nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis ehf og sér því alfarið fyrir fersku þorskroði sem fellur til við framleiðslu á roðlausum flökum í vinnslu þess í Hnífsdal. Fyrirtækið Keracis hefur þróað aðferðir við að vinna lækningavörur úr þorskroði. Fyrirtækið framleiðir þegar krem og stoðefni gegn ýmsum húðvandamálum. Uppstaðan í framleiðslunni eru prótein og Omega3 fitusýrur sem unnar eru úr roðinu. Stoðefni er roð þar sem allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr, þannig að eftir standa prótein og Omega3 fitusýrur. Miklar vonir eru bundnar við stoðefni sem græðir þrálát sár. Sár sem algengt er að fólk með sykursýki fái. Sárin eru oft það erfið að aflima þarf fólk. Vara fyrirtækisins er komin á markað í Miðausturlöndum og í Bretlandi en stærsti markaðurinn er líklega í Bandaríkjunum.
Klofningur er sérhæft úrvinnslufyrirtæki í eign framleiðslufyrirtækja víða á Vestfjörðum þar á meðal HG. Fyrirtækið er sérhæft í vinnslu á þurrkuðum afurðum úr aukahráefni svo sem hausum hryggjum og afskurði úr bolfiskvinnslum auk annarra tilfallandi afurða. Í fyrirtækinu, sem safnar saman hráefni úr fjölda bolfiskvinnsla á Vestfjörðum starfa að jafnaði um 15 manns sem taka á móti um 12.000 tonnum af hráefni árlega og nýtir meðal annars jarðhita sem orkugjafa við þurrkunina. Það hráefni sem ekki hefur tekist að þróa virðisaukandi vinnslu á eins og slógi er unnið og fryst í blokkir og selt sem hráefni í loðdýrafóður á meginlandi Evrópu.
HG hefur tekið þátt í ýmsum rannsókna- og þróunarverkefnum sem leitt geta til minnkunar á útblæstri svokallaðra gróðurhúsaloftegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis.
Má þar nefna samstarfsverkefni um þróun ljósvörpu með Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Hafrannsóknastofnun (veiðarfæradeild) og Fjarðaneti sem gengur út á að nota leysir geisla í stað trollneta til að smala sama fiski aftur í poka veiðarfærisins. Leysigeislar mynda vegg í sjónum í stað garns úr næloni og botnlægri vörpu er stýrt í ákveðinni fjarlægð frá sjávarbotni. Með þróun slíks togveiðarfæris er möguleiki á að spara gríðarlega orku við veiðar með botnvörpu og veldur ekki ummerkjum á hafsbotninum.
Þá fékk HG í samstarfi við VSV Sævar Birgisson skipaverkfræðing hjá Skipasýn ehf til að hanna nýja útfærslu í ísfisktogara sem á að nota tugum prósenta minni olíu við togveiðar til að veiða hvert kg af fiski. Hægt er að spara miklar upphæðir í olíukaupum útgerðanna með því að stækka skrúfur fiskiskipaflotans og draga úr snúningshraða sem og að draga tvö troll samtímis. Það er skipsskrúfan sem eyðir obbanum af orkunni um borð í fiskiskipi, um 70-90%. Ekkert verið tekið til hendinni á þessu sviði í mjög langan tíma. Flugvélar nota um 50% minna eldsneyti í dag en fyrir 40 árum en við erum enn að brenna jafnmikilli olíu á fiskiskipunum og við gerðum fyrir 40 árum. Hið nýja skip verður tekið í notkun um mitt ár 2017 og leysir þá af yfir 40 ára gamla ísfisktogarann Pál Pálsson sem byggður var í Japan árið 1971.