Vottanir nýtt

HACCP vottun

1 af 2

HACCP

Matvælastofnun gefur út starfsleyfi til matvælaframleiðslu. Kröfur fyrir starfsleyfi MAST eru byggðar á HACCP kerfinu og eru fyrirtæki HACCP vottuð þegar þau hafa fengið starfsleyfi.

HACCP stendur fyrir „Hazard Analysis Critical Control Point“ og er fyrirsögn aðferðar sem ætlað er að tryggja öryggi matvæla. Grunnhugmyndin er sú að koma í veg fyrir þætti sem gætu ógnað öryggi matvæla á meðan á framleiðslu stendur fremur en að framkvæma prófanir á framleiddum vörum.


HACCP tekur sérstaklega tillit til hreinlætis og meðferð hráefna við vinnslu matvæla til að draga úr áhættu og fyrirbyggja, að mannleg mistök geti haft áhrif á gæði matvæla. HACCP tryggir ábyrga matvælaframleiðslu og heilbrigð matvæli til neytendans.

Fyrirtæki eru tekin út eftir skoðunarhandbók MAST. Skoðunarhandbókina má finna á vef MAST

Helstu þættir sem teknir eru út eru:

 

  • Að öll leyfi séu til staðar
  • Þjálfun og hæfni starfsmanna sé í lagi.
  • Byggingar og búnaður sé vel við haldið, séu vel þrifin.
  • Framleiðslustjórnun sé góð, tryggt sé að hráefni og önnur aðföng uppfylli kröfur.
  • Neytendavernd sé virk, rekjanleiki, kvartanir og kröfur skráðar og fylgt eftir.

 

Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. Leggur ríka áherslu á að framleiða hágæðavöru úr fersku hráefni.

Hraðfrystihúsið rekur fjórar starfstöðvar, er með fjögur A númer

  • A487
  • A488
  • A489
  • Afiskeldi