 
					
| Afli | Verðmæti 
         | ||
| Júlíus Geirmundsson | 4.558 
        tonn | 1.100 
        millj. | cif. | 
| Páll Pálsson | 3.726 
        tonn | 360 
        millj. | |
| Andey | 964 
        tonn | 91 
        millj. | |
| Framnes | 723 
        tonn | 68 
        millj. | |
| Stefnir | 1.357 
        tonn | 124 
        millj. | |
| Bára | 194 
        tonn | 14 
        millj. | |
| Örn | 195 
        tonn | 14 
        millj. | |
| Alls. | 11.717 
        tonn |  
        1.772 millj.kr.  | 
 
					 
					 
					Fóðurverkefni á Skutulsfirði
Verklegum hluta þorskeldisverkefnisins á Skutulsfirði lauk nú í byrjun desember með slátrun á rúmlega 3.000 þorskum. Í verkefninu voru bornar saman mismunandi fóðurgerðir við áframeldi á þorski, þ.e. tilbúið votfóður, þurrfóður og loðna/síli. Unnið er að úrvinnslu niðurstaðna, en ásamt H-G hf voru Ketill Elíasson, Hafró, Rf, Háskólinn á Akureyri og Fóðurverksmiðjan Laxá hf. aðilar að verkefninu
Áframeldi á Álftafirði
Nú í byrjun vikunnar var slátrað úr eldiskví H-G hf á Álftafirði um 15 tonnum af þorski úr áframeldi. 15.000 þorskar voru veiddir í snurrvoð í júlímánuði og færðir í eldiskví á Álftafirði. Veiðar og meðhöndlun á lifandi fiski hefur gengið vel og vöxturinn á þorskinum í áframeldinu hefur verið í samræmi við væntingar. Fiskurinn hefur verið unninn í bæði ferskar -og frystar afurðir og hafa viðbrögð kaupenda erlendis verið góð. Áætlað er að slátrað magn úr kvínni verði komið í 60 tonn fyrir vorið. Áformað er að halda hluta af fiskinum áfram í eldi í vetur og fylgjast með hvernig fiskurinn og kvíin fer með sig yfir erfiðasta tíma ársins.
Þorskseiðaeldi
Snemma í haust hóf fyrirtækið eldi á þorskseiðum sem klakið var út í tilraunaeldisstöð Hafró á Stað í Grindavík. Seiðin voru um 12 gr. í október og eru þau alin í kerjum á landi og er áætlað að ala þau í sláturstærð.
Á þessu fyrsta ári hefur mikilvæg reynsla og þekking byggst upp innan fyrirtækisins sem koma mun til góða í framtíðinni, bæði hvað varðar veiðar og meðhöndlun á lifandi þorski, eldistækni og markaðsmálum kældra afurða.
