Skynmat

Glansandi roð
Glansandi roð

Skynmat er vísindaleg aðferð þar sem notað er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð til að meta gæði matvæla. Í skynmati eru skynfæri mannsins, það er sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð. Notaðar eru skipulegar aðferðir við undirbúning skynmats, sýnatöku og framkvæmd þess. Unnið er tölfræðilega úr niðurstöðum skynmats. Skynmat er eina aðferðin sem gefur beina mælingu á gæðaþáttum eins og neytandi vörunnar skynjar þá. Skynmat hefur aðallega verið notað í tenglsum við matvæli. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði hefur verið stundað á skipulagðan hátt; einkum sem þáttur í gæðaeftirliti. Fiskiðnaður, kjötvinnsla og mjólkuriðnaður hafa mest nýtt þessar aðferðir. Skynmat er einnig nýtt fyrir annars konar neytendavörur, svo sem sjónvörp (sjónrænt mat af til dæmis mynd, lit og upplausn), bíla (aksturseiginleikar á mismunandi undirlagi, lykt og þægindi við stýri), farsímar (útlit, hljóð, hversu notendavænt) osfrv.

 

 

 

 

 

 

Skynmat er mikið notað í vöruþróun og við gæðaeftirlit. Skynmatsaðferðir eru margvíslegar og er það háð tilgangi skynmatsins hverju sinni hvaða aðferðir eru notaðar. Með því að nota skynmat má fá hlutlægt eða huglægt mat. Hlutlægt mat er framkvæmt af skynmatshóp, sem yfirleitt samanstendur af 8-15 einstaklingum (dómurum) sem eru sérstaklega þjálfaðir fyrir skynmat.