Veiðar 2

Meðhöndlun á afla

Frá árinu 1998 hefur verið lögð áhersla á bætta meðferð hráefnis um borð í fiskiskipum, sem og í landvinnslunni. Kæling með ískrapa hefur þar leikið lykilhlutverk og á því sviði hafa verið unnin ýmis þróunarverkefni með Matís og 3X Technology. Með aukinni vitund skipstjórnarmanna og áhafna skipanna um það hvaða þættir geta haft áhrif á  gæði aflans í veiðarfærum við sjálfar veiðarnar áður en afli er dreginn um borð sem og mikilvægi blæðingar, hraðrar kælingar og frágang hráefnis um boð í lestum skipanna hefur tekist að viðhalda ferskleika og lengja geymsluþol ferskra sem frystra verulega. Til viðbótar við ískrapa sem kælimiðils, stærðarflokkunar afla og rekjanleikalkerfi hráefnis sem byggir á  öflugu upplýsingakerfi. (Mynd – ferskar afurðir, lay-out af millidekki „nýja“ Páls)