Veiðar 2

Aflaheimildir

yrirtækið hefur yfir að ráða ákveðnu hlutfalli af heildaraflaheimildum sem úthlutað er árlega og byggðar eru á ráðleggingum vísindamanna  Hafrannsóknastofnunar. Meirihluti aflaheimildanna er þorskur  og er í aflamarkskerfinu en þar er fyrirtækjum m.a. heimilt að framselja veiðiheildir sín á milli í hagræðingarskyni. Skiptingu aflaheimilda fyrirtækisins má sjá í töflu 1.

Tafla 1.

Aflaheimildir kvótaárið 2016/2017: 

Þorskur 6.399 tonn
Ýsa 766 tonn
Grálúða 1.080 tonn
Ufsi 1.023 tonn
Karfi  1.433 tonn
Steinbítur 276 tonn
Skarkoli 92 tonn
Sólkoli 27 tonn
Langa 78 tonn
Síld 606 tonn
Innfjarðarækja Ca 200 tonn
Aðrar tegundir 250 tonn
Úthafskarfi 59 tonn
Makríll, óvíst nú - síðasta ár 1.250 tonn
   
   

       

Samtals rúm 11 þúsund þorskígildi

Meðhöndlun á afla

Frá árinu 1998 hefur verið lögð áhersla á bætta meðferð hráefnis um borð í fiskiskipum, sem og í landvinnslunni. Kæling með ískrapa hefur þar leikið lykilhlutverk og á því sviði hafa verið unnin ýmis þróunarverkefni með Matís og 3X Technology. Með aukinni vitund skipstjórnarmanna og áhafna skipanna um það hvaða þættir geta haft áhrif á  gæði aflans í veiðarfærum við sjálfar veiðarnar áður en afli er dreginn um borð sem og mikilvægi blæðingar, hraðrar kælingar og frágang hráefnis um boð í lestum skipanna hefur tekist að viðhalda ferskleika og lengja geymsluþol ferskra sem frystra verulega. Til viðbótar við ískrapa sem kælimiðils, stærðarflokkunar afla og rekjanleikalkerfi hráefnis sem byggir á  öflugu upplýsingakerfi. (Mynd – ferskar afurðir, lay-out af millidekki „nýja“ Páls)

Veiðislóð

Mikilvægasta fisktegund skipa fyrirtækisins er þorskur og ein gjöfulustu þorskmið við norðanvert Atlantshaf eru út af Vestfjörðum. Það er því engin tilviljun að þorskurinn sé burðarásinn í rekstrinum því stutt er að sækja á þessi gjöfulu mið á hafsvæðinu úti fyrir Vestfjörðum. Sérstaklega á þetta við um ísfiskskipin sem landa reglulega ferskum afla eftir stuttar veiðiferðir og tryggir þar með bolfiskvinnslum fyrirtækisins reglulegu flæði hráefnis, allt árið um kring. Þó svo þorskurinn sé mikilvægasta tegundin og er um helmingur aflaheimilda fyrirtækisins eru aðrar tegundir eigi að síður mjög mikilvægar. Ýsa, ufsi, skarkoli,  steinbítur og gullkarfi eru einnig mikið veiddar á Vestfjarðamiðum og grálúða enn dýpra vestur og norður af Vestfjörðum.  Makríll og síld eru þær tegundir sem veiddar eru fjær Vestfjörðum eða mest á  veiðislóðum fyrir vestan og austan land og eru eingöngu stundaðar af frystiskipi fyrirtækisins. Þrátt fyrir framangreint þarf einnig að sækja framangreindar tegundir á önnur mið, fjærri  Vestfjörðum, séu veður, fiskigöngur og aðrar aðstæður þesslegar. Innfjarðarrækja er veidd af smærri bátum fyrirtækisins inn allt Ísafjarðardjúpi.

 

Áratugum saman hafa bátar og skip fyrirtækisins nýtt gjöful fiskimið í Ísafjarðardjúpi, úti fyrir Vestfjörðum og allt í kringum landið. Veiðarnar hafa aukist og fyrirtækið verið í farabroddi á mörgum sviðum í þróun skipa og búnaðar undanfarna áratugi sem hefur getið af sér ýmsar nýjungar og aukningu aflaverðmæta. Aukin vitund um umhverfismál hefur eflt þá kröfu að fiskveiðum sé stjórnað með ábyrgum hætti. Því hefur fyrirtækið fylgt þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið af íslenskum stjórnvöldum um fiskveiðistjórnun. Hún byggir í aðalatriðum á víðtækum rannsóknum á fiskistofnum og vistkerfi hafsins, ákvörðunum um veiðar og afla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og öflugu eftirliti með veiðum og heildarafla. Á þessum meginstoðum telja stjórnendur fyrirtækisins að best sé að tryggja ábyrgar veiðar skipa þess og viðhald þeirra auðlinda sem fyrirtækið hefur leyfi til að nýta til framtíðar.